4. nóvember, 2016

Þýddar greinar

Allar greinarnar eru þýddar með góðfúslegu leyfi höfunda

Þýðandi: Íris Guðrún Stefánsdóttir 

Höfundur: Christine Louis De Canonville

De Canonville er sálmeðferðarfræðingur með BA gráðu í sálfræði og guðfræði en hefur einnig numið heimspeki, félagsfræði og afbrotafræði svo eitthvað sé nefnt. Síðastliðinn 25. ár hefur hún einbeitt sér að sálmeðferð og ráðgjöf og er í framvarðarsveit þeirra sem undanfarin ár hafa vakið athygli á sjúklegri narsískri hegðun og áhrifum hennar á aðra. De Canonville heldur til dæmis úti öflugri heimasíðu um narsissisma, hefur gefið út nokkrar bækur um málefnið, og haldið fyrirlestra og námskeið.  Þessi tiltekna grein er gríðarlega mikilvæg að mínu mati því því í henni eru dregin fram á einum stað öll þau einkenni sem oft eru til staðar hjá þolendum narsísískrar misnotkunar og sameiginlega mynda sérstakt heilkenni.

Narsísískt fórnarlambsheilkenni: Hvað er nú það?

Þegar karl eða kona þjást af röskun sem nefnist narsísísk persónuleikaröskun (narcissistic personality disorder) sýna þau afbrigðilegt eða óeðlilegt hegðunarmynstur sem er svo slæmt að glundroði skapast hjá því fólki sem er svo óheppið að eiga við þau náin tengsl.

Hin óheilbrigða hegðun felur í sér svo harðgeðja misnotkun á fórnarlömbunum að nýtt mein hefur orðið til, þekkt sem narsísískt fórnarlambsheilkenni (eða narsísískt ofbeldisheilkenni). Á meðan ofgnótt hefur verið skrifað um narsísíska persónuleikaröskun (NPD) innan læknisfræðinnar hefur lítið sem ekkert hefur verið skrifað um narsísískt fórnarlambsheilkenni (NVS). Greiningar – og tölfræðihandbókin um geðraskanir (DSM-IV), sem er gefin út af bandarísku geðlæknasamtökunum og álitin „biblía” allra fagmanna, gerir NPD ítarleg skil. Í DSM-IV hefur hins vegar ekkert verið skrifað um áhrifin á þá sem lifa og starfa með erfiðri hegðun narsissistans og afleiðingar hegðunarinnar á andlega heilsu fórnarlambsins. Þökk sé dyggri vinnu margra sálmeðferðarfræðinga að ljóst er orðið að greinileg samstæð einkenni koma fyrir þegar unnið er með fórnarlömb narsísísks ofbeldis. Góðu fréttirnar eru þær að bandarískir þerapistar fara nú fram á að heilkennið verði viðurkennt og meðtalið í næstu Greiningar – og tölfræðihandbók (DSM-V, verður gefin út árið 2013) og vonast til að allir þerapistar fái grundvallarleiðbeiningar í að útfæra leið til að vinna með heilkennið.

Fyrst, hvað eigum við við með „heilkenni”?

Orðið „syndrom” kemur úr grísku „syn”, sem merkir saman, og „dramein” sem merkir að renna. Heilkenni er þvi samstæða ummerkja og einkenna sem hafa tilhneigingu til að renna saman í klasa og hægt er að þekkja á því að það ýtir undir líkamlegt, andlegt, tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi. Til að hægt sé að greina skjólstæðing sem þjáist af narsísísku fórnarlambsheilkenni þarf þerapistinn að geta safnað saman ummerkjum og einkennum og öðlast aðgang að sálrænni grunngerð skjólstæðingsins þegar saga saga hans kemur smám saman í ljós. Á þann hátt er hann í aðstöðu til að vita hvort persónan þjáist af narsísísku fórnarlambsheilkenni eða vægari tegund sálarmeins.

Vita þerapistar nógu mikið um áhrif narsissisma á fórnarlambið?

Ég get með fullvissu sagt „alls ekki”, talandi fyrir hönd sálmeðferðarfræðinga á Írlandi. Narsísísk persónuleikaröskun er aðallega í umsjá geðlækna, sálfræðinga og geðheilbrigðisþjónustunnar svo að jafnaði mun sjúkdómsgreindum narsissista sjaldan vera meðvitað vísað til sálmeðferðarfræðings utan geðheilbrigðisþjónustunnar. Afleiðingin er eðlilega sú að geðheilbrigðisþjónustan einbeitir sér aðeins að viðkvæmni og afhjúpun narsísíska sjúklingsins í þeirra umsjá; þar er fórnarlambið ekki í forgangi nema það endi sjálft á geðdeild einhvern tíma síðar á lífsleiðinni.

Fórnarlömbin eru líklegri til að mæta í ráðgjöf eða sálmeðferð en ekki af því að þau vita að þau þjást líklega af NVS heldur af því að þau ráða ekki við líf sitt. Ég hef talað við marga sálmeðferðarfræðinga og jafnvel þó þeir viti af narsissisma finnst engum þeir hafa hlotið nægilega þjálfun í að þekkja narsísíska hegðun (narcissistic behaviour) og áhrif hennar á fórnarlömb, hvað þá að hafa unnið með narsísískt fórnarlambsheilkenni. Staðreyndin er sú að lítið eða ekkert hefur verið skrifað í læknisfræðilegum gögnum um fórnarlömb narsísískrar misnotkunar og þar sem flest írsk námskeið í sálmeðferð þjálfa lítið eða ekkert á þessu sviði er það mín skoðun að meirihluti þerapista, sem á engan hátt er þeirra sök, er illa í stakk búinn að vinna með skjólstæðinga sem haldnir eru þessu heilkenni. Ef þú lest eitthvað á opinberum stuðningsvettvangi þolenda narsísísks ofbeldis muntu stöðugt heyra þá segja að þerapistar þeirra skildu ekki dýpt þjáningarinnar sem þeir höfðu orðið að þola og orðasambandið „narsísísk misnotkun” höfðu þeir varla heyrt minnst á.

Skilningur á narsísísku fórnarlambsheilkenni (NVS) krefst fyrst skilnings á narsísískri persónuleikaröskun (NPD)

Til þess að verða árangursríkur þerapisti á sviði narsísísks fórnarlambsofbeldis er brýnt að þú skiljir sem mest um litróf narsísískrar hegðunar. Litróf narsissisma finnst í samfelldri heild frá heilbrigðum narsissisma til óheilbrigðra einkenna og allt til sjúklegrar narsísískrar persónuleikaröskunar. Vel á minnst, narsissistinn þarf ekki að sýna öll einkenni tengd fullmótuðu stigi sjúklegs narsissisma til að valda fórnarlömbunum gríðarlegu tjóni. Af þeirri ástæðu þurfa þerapistar að kynna sér narsísísk einkenni og áhrifaöfl í sambandinu milli narsissistans og fórnarlambsins. Ég er að tala um yfirþyrmandi þörf narsissistans fyrir forréttindi, völd, merkilegheit og sérstöðu og hvernig hann notar þessi einkenni til að halda sinni máttugu tálsýn og viðkvæmu sjálfi ósködduðu.

Narsissistinn þróar ekki hið einlæga „sanna sjálf”, sem er nauðsynlegt sjálfsöruggu lífi, vegna þess að hann skorti réttmæta samræmda umönnun sem barn (hvort sem það var of lítið verndað eða ofverndað). Vanræksla á grundvallarþörfum barns truflar uppbyggingu sjálfsmats þess og getu til að fúnkera á skilvirkan hátt. Narsissistinn eyðir mikilli orku í að byggja upp varnir til að vernda sjálfan sig. Ein þessara varna er að þróa „falskt sjálf”, sem er hegðunargríma, sem gerir honum kleift að sýnast eðlilegur á almannafæri. Þessi uppgerð veldur því hins vegar að hann er stöðugt á varðbergi gagnvart „afhjúpun” sem gerir hann ofurviðkvæman fyrir narsísískri ærumeiðingu. Narsísísk ærumeiðing er sérhver skynjuð ógn (raunveruleg eða ímynduð) gagnvart sjálfsmati eða sjálfsvirði narsissistans. Til að viðhalda blekkingunni og vernda falska sjálfið fyrir sérhverjum óstöðugleika vonsvikins draumaegós krefst narsissistinn fullkominnar speglunar, smjaðurs og viðbragða frá fórnarlömbum sínum: þessi athygli er þekkt sem narsíssísk athygli.

Hvað er narsísísk athygli?

Narsísísk athygli (narcissistic supply) er í raun og veru allt sem verndar narsissistann frá skammartilfinningu eða höfnun og eru það óaðskiljanlegir þættir narsissisma. Til að vernda brothætta sjálfsvitund sína þarfnast narsissistinn narsísískrar athygli og fæst hún eftir tveimur aðskildum leiðum:

  1. Fyrsta stigs narsísísk athygli lætur í té alla þá athygli sem narsísíski fíkillinn þarfnast svo mjög. Athyglistegundina er hægt að upplifa annað hvort á opinberan hátt (svo sem frægð, frami, illur orðstír eða fólskuverk o. s. frv.) eða á persónulegan hátt (svo sem aðdáun, skjall, lof, ótti, andúð o. s. frv.).
  2. Annars stigs narsísísk athygli vísar óbeint í fólk eða hluti sem veita athygli á reglulegum grundvelli (svo sem maki, börn, vinir, starfsfélagar, félagar, skjólstæðingar o. s. frv.). Þessi síðari athyglisgerð gerir narsissistanum kleift að lifa eðlilegri tilveru, veitir honum stolt, fjárhagslegt öryggi, félagslega viðurkenningu og tengslin sem hann þarfnast.

Narsísísk athygli er hins vegar ekki aðeins bundin við fólk, hún getur átt við sérhvern dauðan hlut sem hefur mátt til að draga athygli og aðdáun að narsissistanum (til dæmis flottur bíll, eignir, föt, vera meðlimur í kirkju, trúarreglu, félagi eða fyrirtæki). Í stuttu máli, allt sem virkar sem stöðutákn fyrir narsissistann er „narsísísk athygli“.

Þerapistinn mun einnig þurfa að fá vitneskju um hvernig hegðunin helst í hendur við þráhyggjukennda fjölfíkn narsissistans. Með því að vera gagntekinn af tálsýninni um falskt sjálf og bera óhóflegt skynbragð á eigin yfirburði, völd og yfirráð gerir narsissistinn sig móttækilegan fyrir alls konar þráhyggju, áráttu og fíkn: svo sem fíkn í narsísíska athygli, yfirburði, yfirráð, völd, reiði, fullkomnunaráráttu, athygli, frægð o. s. frv. Án umtalsverðrar þekkingar á narsissisma er engin leið fyrir þerapista að skilja hin yfirþyrmandi áhrif narsísísku misnotkunarinnar á fórnarlambið sem hann er að meðhöndla, áhrif sem eru svo lamandi að þau geta endað í narsíssísku fórnarlambsheilkenni.

Í dag vinn ég mikið á þessum vettvangi og köllun mín er að kenna öðrum þerapistum allt sem ég hef lært svo að þeir geti einnig orðið skilvirkari í að starfa á sviði þessarar tegundar misnotkunar sem er mjög mikið að aukast. Ásetningur minn er ekki að rægja þá sem þjást af narsísískri persónuleikaröskun. Þvert á móti trúi ég að einhvern tíma í fortíðinni hafi þeir líka verið fórnarlömb ofbeldis og þjáist einnig mikið frá degi til dags. Ég vonast til að rannsóknir mínar gefi tilefni til aukinnar samúðar, bæði gagnvart narsissistanum og fórnarlambinu, og veiti þerapistum innsýn í betri leið til að þekkja og vinna með narsísískt ofbeldi í meðferðarferlinu.

Hvað er narsísískt fórnarlambsheilkenni?

Fyrst, hvað er skilgreiningin á orðinu „fórnarlamb”? – „Fórnarlamb er einstaklingur skaðaður, særður eða drepinn í kjölfar glæps, slyss eða annars konar atburðar eða gjörðar”. Ég held því að við getum með öryggi sagt (sé þessi skilgreining notuð) að hver sá sem hefur upplifað narsísíska misnotkun hefur verið skaðaður, særður og í einhverjum tilfellum jafnvel drepinn í kjölfar narsísísku hegðunarinnar og er þá vissulega fórnarlamb.

Þegar ég vinn með einstakling sem sýnir einkenni narsísísks fórnarlambsheilkennis tek ég mest eftir því að hann upplifir sig svo sundurtættan því hann skilur ekki hvað hvað hefur hent hann. Áður en hann getur farið að ná áttum aftur tel ég bráðnauðsynlegt að þerapistinn, í gegnum ferli hinnar yfirstandandi meðferðarvinnu, fræði einstaklinginn um svið narsísískrar persónuleikaröskunar (þ. e. hvað, hvenær, hvernig, af hverju misnotkun o. s. frv.) svo að hann geti byrjað að skilja það sem raunverulega gerðist eftir því sem saga hans kemur smám saman í ljós. Án slíkra upplýsinga er eiginlega ógerlegt að byggja upp sjálfsvirðingu viðkomandi á heilbrigðan hátt sem gerir hann því varnarlausan fyrir frekari misnotkun og gildrum annarra narsissista í framtíðinni.

Þegar einstaklingur hefur einu sinni orðið fórnarlamb narsissista (hvort sem það gerist í barnæsku eða síðar á lífsleiðinni) er hann þegar ómeðvitaður undirbúinn fyrir þátttöku í „margslungnum dansi” narsissistans sem gerir hann móttækilegan fyrir frekari misnotkun. Nauðsynlegt er að þerapistinn varpi góðlátlega ljósi á hvað viðkomandi er að gera í dansinum sem gerir hann að fórnarlambi. Enn og aftur er „narsísískt fórnarlamb” sérhver einstaklingur sem er skaðaður, særður eða drepinn af öðrum einstaklingi sem sýnir sjúklegan narsissisma (sem getur átt sér stað á mismunandi stigum harðneskju).

Fórnarlambið þarf að skilja að hinn meðvirki „dans” krefst tveggja einstaklinga: þess sem þóknar/lagfærir (fórnarlamb) og þess sem tekur/drottnar (narsissisti/fíkill). Báðir dansfélagar dansa fallega saman í fullkomnum skrefum og brjálæðið hefst. Afleiðingarnar fyrir fórnarlambið að skilja ekki flókið eðli dansins er að engu skiptir hversu oft það reynir að forðast „óheilbrigða” maka, vanalega það finnur sig snúa aftur á sama dansgólf; eina sem breytist er að það uppgötvar sig dansa við frábrugðinn tón en persónuleiki dansfélagans er alltaf sá sami.

Þerapistar þurfa að vera alvarlega meðvitaðir um að narsissismi er mjög flókin röskun sem skapar ómælda þjáningu bæði fyrir einstaklinginn sem er haldinn röskuninni og fólkið sem verður daglega að búa við truflandi narsísíska hegðun. Þegar ég tala um narsísískt ofbeldi (ofbeldi sem getur leitt til narsísísks fórnarlambsheilkennis) þá er ég að tala um ofbeldi sem er mjög lúmskt. Það sem ég á við með lúmskt er að ofbeldið er falið, slægviturt og oft óbeint. Þessi tegund ofbeldis er oft framkvæmd á óræðan og leynilegan hátt vegna þess að narsissistinn leggur mikið á sig til að forðast að vera álitinn ofbeldisfullur opinberlega. Dr. Jekyll og Mr. Hyde hegðun narsissistans (ástúðlegur eina mínútuna og gersamlega fokillur hina næstu) getur valdið fórnarlambinu miklum skaða. Óttinn, þjáningin, ruglingurinn, innra umrótið og ringulreiðin sem fórnarlambið upplifir veldur því skiljanlega að það „tiplar á tánum” til að forðast frekari átök við narsissistann. Með tímanum geta áhrifin á fórnarlambið sannarlega verið lamandi. Ég líki narsissisma við sníkil sem tekst að smjúga inn undir húðina, hulinn sjónum vitna, en óhindraður særir eða tærir hýsilinn upp hægt og bítandi og skilur eftir sálræn áföll eða sjúkdóma í slóð sinni. Vel á minnst, narsissistinn getur lifað innra með fórnalambinu jafnvel eftir að því hefur tekist að flýja; það er eins og „fræ” hans haldi áfram.

Þegar við tölum um narsísískt fórnarlambsofbeldi hins vegar þá erum við að tala um ofbeldi af völdum einhvers með persónuleikaröskun og oftar en ekki hefur persónuleikaröskunin ekki verið læknisfræðilega greind. Þess vegna hverfur narsísíski einstaklingurinn inn í samfélagið án þess að eftir honum sé tekið (þ. e. inn á heimilið, vinnustaðinn, félagasamtökin, félagslega vettvanginn o. s. frv.). Brýnt er að skilja að narsísísk persónuleikaröskun er alvarleg geðröskun þar sem fólk ber óhóflegt skynbragð á eigið mikilvægi og hefur djúpa þörf fyrir athygli og aðdáun. Narsissistinn trúir því að hann sé yfir aðra hafinn og gefur lítinn gaum að tilfinningum annarra, sama hver á í hlut (t. d. maki, börn, foreldrar, systkini, vinir, starfsfélagar, jafnaldrar o. s. frv.). Annað fólk er einungis hlutir til að þjóna sérhverri þörf hans sem narsísísk athygli og hann mun nota allar tegundir misnotkunar án sektarkenndar, samúðar eða samvisku til að tryggja að þörfum sínum sé mætt.

Hvernig líta fórnarlömb narsísískrar misnotkunar út?

Eru þessir skjólstæðingar líklegir til að mæta á meðferðarstofuna og segja: „ég er fórnarlamb narsísísks ofbeldis”? Svarið er alls ekki. Þeir munu út líta eins og hverjir aðrir skjólstæðingar sem koma á meðferðarstofu þína í allra fyrsta sinn. Þeir eru sennilega líklegastir til að koma með mál sem eru tiltölulega hversdagsleg og auðþekkjanleg, svo sem að þeir finna fyrir þunglyndi, fá kvíðaköst eða þeim finnst þeir ekki ná að spjara sig. Þeir hafa ekki hugmynd um að þeir hafa lifað á „stríðssvæði” þar sem narsísískur persónuleiki hefur stjórnað (annað hvort í fortíð eða í nútíð). Sem þerapisti þarftu samt sem áður ekki að óttast að þú munir ekki geta ráðið fram úr þessu heilkenni. Hafirðu lokið þjálfun ættirðu að hafa nauðsynlega færni til að vinna með það. Vopnaður þekkingu á narsísísku ofbeldi og hagnýtri sérkunnáttu í vinnu með áföll muntu verða líflína sérhvers fórnarlambs narsísísks ofbeldis.

Eins og allir skjólstæðingar sem koma í meðferð hafa þeir sögu að segja og þess vegna þurfa þeir einhvern virkan hlustanda sem staðfestir það sem hefur komið fyrir þá. Í mínum huga er staðfestingin á upplifun einstaklingsins lífsnauðsynleg alveg frá byrjun. Þessir skjólstæðingar eru ekki geðveikir. Aftur á móti virðast þeir oft spenntir og taugaveiklaðir og óttastig þeirra getur verið hátt á sama tíma og stig sjálfsvirðingar þeirra er lágt. Oft sýna þeir þráhyggjukennda hegðun, fælni og kvíðaköst svo annað veifið getur þeim raunverulega fundist að þeir séu að missa vitið. Þeir geta upplifað svefnleysi og haft undirliggjandi átröskun svo að þú tekur hugsanlega eftir að þeir eru annað hvort í undirþyngd (sem leið til að ná einhverri stjórn) eða yfirþyngd (sem afleiðing þess að borða sér til huggunar).

Þegar þú vinnur með NVS muntu vinna með tilfinningar sem fela í sér áfall, reiði, ótta og sektarkennd. Oft þjáist fórnarlambið af áfallastreituröskun (PTSD) eða flókinni áfallastreituröskun. Einkennum PTSD er oft skipt í þrjá meginflokka: endurlifun (endurlit, skynvillur, martraðir o. s. frv.), forðast (fólk, staði, hugsanir, áhugamissir o. s. frv.), aukin örvun (óhóflegar tilfinningar, tengt vandamálum, erfiðleikar með svefn og einbeitingu, reiðiköst, kvíði, kvíðaköst o. s. frv.). Hugsanlega tekurðu einnig eftir að skjólstæðingur þinn er gjarn á að „rjúfa tengsl” meðan þú talar við hann. Það er, svo virðist sem skjólstæðingurinn hafi tilhneigingu til að „hólfa reynslu sína niður” og við að gera það gæti hann virst aftengdur tilfinningum sínum, líkama og nálægu umhverfi. Þessi upplifun nefnist tengslarof.

Hugrof getur verið bein afleiðing áfalls, oft upplifað á margvíslegan hátt gegnum narsísísk áföll í barnæsku (þ. e. líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi). Hugrofið er sjálfkrafa og áhrifarík vörn gagnvart yfirþyrmandi bráðri spennu sem barnið er látið sæta. Það er eins og barnið „hoppi út úr” líkama sínum til að aftengjast hinum óbærilega ofbeldisveruleika meðan hann á sér stað. Með því að aftengja sig getur barnið afborið hina mjög svo þjáningarfullu reynslu án þess að upplifa hana að fullu. Ég vann eitt sinn með konu sem var kynferðislega misnotuð sem barn af narsíssískum föður sínum. Hann var vanur að kalla hana inn þegar hún lék sér úti með vinum sínum, misnota hana kynferðislega, og senda hana svo beint aftur út að leika. Meðan á kynferðislegu misnotkuninni stóð mundi konan hvernig hún var vön að flýja úr líkama sínum, fara efst upp á fataskáp, og horfa á hvað kom fyrir barnið í rúminu. Hún vísaði til barnsins í rúminu sem „hugrökku stelpunnar” og barnsins efst uppi á fataskápnum sem „góðu stelpunnar”. Hugrakka stelpan fór aldrei út úr húsi, það var góða stelpan sem fór aftur út að leika við alla vini sína. Þetta varnarkerfi verndar barnið fyrir algjörri tortímingu sjálfsins þegar taugakerfi þess er þanið að takmörkunum. Hins vegar geta langtímaáhrif hugrofs minnkað sálfræðilega virkni og aðlögunarhæfni fórnarlambsins. Hugrof er þýðingarmikil aðferð sem verndar einstakling meðan á hættu stendur. Þeir sem lifa af áföll reiða sig því miður oft of mikið á hugrof í hvert sinn sem þeir finna fyrir streitu í aðstæðum og það getur orðið sjálfkrafa frosið svar þeirra við álagi. Þegar einstaklingur er kvaddur til að lifa í veröldinni gagnast ekki að lama líkamann því það getur dregið úr getu hans til að grípa til viðeigandi baráttu – eða flóttaviðbragðs standi hann andspænis hvaða ógn sem er utan sjálfsins. Stig hugrofa eru auðvitað mismunandi frá dagdraumum til draumóra, frá því að yfirgefa líkamann til tengslarofs (stöðug upplifun hugrofa). Í meðferðarstofunni minnkar hugrof umtalsvert getu skjólstæðingsins til að vera til staðar í ferlinu, ef það verður hömlulaust getur það orðið hindrun. Þerapistinn þarf að fara hægt til að byrja með, byggja upp traust og öryggi, til að taugakerfi persónunnar fari ekki út af sporinu. Með því að útskýra hvað hugrof er getur þerapistinn bent skjólstæðingnum góðlátlega á þegar hann „fer”, tekið tíma í að byggja upp og æfa nýja hæfni (á spaugsaman hátt) eftir því sem miðar áfram. Afleiðingar narsísískrar misnotkunar geta falið í sér eftirfarandi einkenni: lágt sjálfsmat, sjálfslimlesting (sjálfsskaði), sjálfsvígshugsanir, stöðugir verkir, PTSD, þunglyndi og geðvefræn svörun.

Geðvefræn svörun er margþætt líkamlegt einkenni sem fórnarlambið hefur hugsanlega upplifað og oft mun það fara til læknis síns til að fá bót meina sinna. Flestir læknar eru ófærir um að gefa rétta greiningu um hvað raunverulega á sér stað þar sem þeir geta ekki flokkað einkennin því rekjanleg líkamleg auðkenni eru ekki fyrir hendi. Viðkomandi er oft greindur með „geðvefræn veikindi” þegar enginn greinilegur líffræðilegur sjúkleiki er auðsjáanlegur. Geðvefræn svörun er stórt vandamál hvað varðar almennt heilsufar fórnarlambsins. Mörg einkennanna á slöku heilsufari þess er bein afleiðing bældra minninga um narsísískt ofbeldi, vanalega úr barnæsku. Til dæmis gæti barn fengið alvarlega vöðvakrampa sem viðbragð við óttanum sem það upplifði meðan á narsísíska ofbeldinu stóð og þá hugsanlega vaknað upp sem fullorðinn einstaklingur með vöðvakrampa af engri sýnilegri ástæðu sem læknirinn getur fundið. Í slíku tilviki er líklegt að viðkomandi sé að opna inn á bældar minningar sem honum er ekki kunnugt um en hið ómeðvitaða sárþarfnist nú hreinsunar. Skjólstæðingar með geðvefræna röskun hafa vanalega farið til marga lækna í leit að árangursríkri meðferð og margir upplýstir læknar átta sig á að undirliggjandi ástæða er tilfinningaleg og eru þá líklegir til að vísa viðkomandi áfram til sálmeðferðarfræðings. Mjög oft læknast einkennin jafnskjótt og búið er að bera kennsl á undirliggjandi tilfinningalega orsök og bælda minningin hefur möguleika á að komast upp á yfirborðið svo hægt sé að sleppa henni í öruggu umhverfi þar sem meðferð fer fram.

Skjólstæðingar sem hafa þolað narsíska misnotkun eru líklegir til að láta í ljós tilfinningar um skömm og niðurlægingu sem að hluta til er vegna þess að narsísíski ofbeldismaðurinn yfirfærir skömm sína á þá. Þeir hafa einnig tilhneigingu til að vera ofurábyrgðarfullir og hneigðir til sjálfsásökunar vegna þess að þeir lærðu að taka ábyrgð á narsísísku hegðuninni. Í hvert sinn sem narsísískri reiði er hrint af stað leikur ekki vafi á að fórnarlambinu er kennt um (t. d. „þetta er þér að kenna, þú máttir vita að þetta mundi koma mér í uppnám, sjáðu nú hvað þú hefur gert”). Fórnarlambið getur virkað valdalaust eða minni máttar og fundið fyrir mikilli sektarkennd þegar það talar um geranda sinn, jafnvel upp að því marki að vilja vernda hann. Oft munu það fyrirlíta sjálft sig, álíta sig ekki nægilega gott, nægilega fallegt, nægilega smart o. s. frv.

Oft eru fórnarlömb misnotuð af fleiri en einum einstaklingi og þau tala hugsanlega um annað samband sem endurspeglaði sömu reynslu eins og með fyrsta geranda. Fyrsta reynsla af narsíssískum skaða er mjög oft í barnæsku og getur hafa verið foreldri, amma eða afi, systkini, vinur fórnarlambsins o. s. frv. Eftir að hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi fara fórnarlömbin að gangast inn á að eitthvað sé að þeim og að þau eigi skilið þessa tegund ofbeldis og sætta sig þá við þau örlög. Hugsanlega kemur í ljós að þau hafa ekki náð að blómstra í einkalífi eða atvinnulífi sem að hluta til er vegna þeirrar staðreyndar að þau hafa alltaf þurft að standa í skugga árásaraðilans og ekki leitt athygli frá honum með því að láta bera meira á sér. Fórnarlömbin læra að lifa í skuggum annarra án þess að vita í raun af hverju. Þessar vísbendingar eru meðal annarra sem sem þú getur skimað eftir. En það eru fleiri flóknari einkenni sem enn á eftir að fletta ofan af og þarfnast betri útskýringar.

Í narsíssísku fórnarlambsheilkenni ertu að leita eftir klasa einkenna sem koma í ljós:

Sérhverra þessara ofangreindra einkenna gætirðu fundið hjá hvaða skjólstæðingi sem er. Þegar þau birtast í klasa hins vegar muntu byrja að bera kennsl á heilkenni birtast. Þú munt þekkja mörg einkenni sálræns áfalls (forðunarhegðun, áhugamissir, aðskilnaðartilfinning, framtíð skynjuð sem takmörkuð, erfiðleikar með svefn – eða matarvenjur, pirringur, ofurspenna, bregður auðveldlega, endurlit, vonleysi, geðvefræn veikindi, sjálfsskaðanir, sjálfsvígshugsanir o. s. frv.).

Í sameiginlegu vinnuferli ykkar geturðu einnig orðið þess áskynja að fórnarlambið virðist alltaf verja ofbeldismann sinn. Þó að sú staða sé illskiljanleg út frá félagslegu sjónarmiði er hún fullkomlega skiljanleg út frá sálfræðilegu sjónarhorni. Það sem þú ert hugsanlega vitni að er sálfræðilegt ástand  þekkt sem „Stokkhólmsheilkenni“ (Stockholm syndrome). Stokkhólmsheilkenni felur í sér tilfinningalega tengingu fórnarlambsins við narsissistann. Þessi „áfallatenging“ er þekkt aðferð fórnarlamba til að lifa af narsísískt ofbeldi og ógnanir. Í svo fjandsamlegu umhverfi lærir fórnarlambið fljótt að ofbeldismaðurinn framfylgir hótunum svo það er í raunverulegri hættu. Ógnir gagnvart því að lifa af líkamlega eða andlega skelfir fórnarlambið og því finnst það vera týnt og einangrað. En þá á ruglingslegan hátt getur það einnig hlotið svolitla góðvild frá ofbeldismanninum svo það skynjar sig tengt aftur, tenging færir því öryggistilfinningu enn á ný. Nauðsynlegt er að átta sig á Stokkhólmsheilkenninu til að skilja af hverju fórnarlambið vill enn verja, styðja og jafnvel elska gerandann eftir allt það sem það hefur gengið í gegnum. Um er að ræða algerlega ómeðvitaða þróaða varnarleið til að komast lífs af og henni þarf að fagna. Stundum munu þerapistar spyrja skjólstæðinginn af hverju hann var svona lengi í svo eyðileggjandi sambandi. Slíkt veit ekki á gott: það segir mér einnig að þerapistinn skilur ekki ferli sem kallað er „hugrænt misræmi” (cognitive dissonance).

Hugrænt misræmi er annað ómeðvitað varnarviðbragð, beitt til þess að lifa af. Eins og þú getur ímyndað þér ef þú lifir á kvalafullu stríðssvæði þar sem allar tegundir yfirráða og stjórnunar eru notaðar gegn þér (hótun, tilfinningalegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi, einangrun, fjárhagslegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, þvingun, stjórnun o. s. frv.) er hættan á ofbeldi alltaf til staðar. Að spjara sig í slíku hugarástandi kastar fórnarlambinu í margvísleg innri átök sem kalla á varnarviðbrögð. Til dæmis kona sem er misnotuð af narsíssískum maka hatar það ástand sem hún lifir í. Raunverulegur ótti um ofbeldisfulla hefndaraðgerð af hálfu narsissistans ef hún reynir að fara gerir hana hins vegar líklegri til að kjósa að vera um kyrrt. Hugræna misræmið birtist í gegnum réttlætingu; annars vegar hefur hún óbeit á óheilbrigðu sambandi sínu og öllu ofbeldinu sem því fylgir á meðan á hinn bóginn segir hún sjálfri sér að viðkomandi berjist við hana eingöngu af því að hann elskar hana og ber umhyggju fyrir henni. Þetta innra samtal minnkar kvíða konunnar og gerir henni kleift að tengjast ofbeldismanninum upp að því marki að hún mun jafnvel vernda hann fyrir umheiminum ef fólk reynir að bjarga henni eða hvetja hana til að fara. Afleiðingarnar eru víðtæk útslítandi átök sem fylgja milli tilfinningalegs sjálfs persónunnar og hennar skynsamlega rökrétta sjálfs. Hugrænt misræmi er merki um misræmi sem fórnarlambið upplifir sem afleiðing af tveimur ruglingslegum hugmyndum sem eru til staðar samtímis; þ. e.  fórnarlambið veit að það ætti að koma sér burt úr ofbeldisfullum aðstæðum en það veit líka að með því að gera það setur það sjálft sig (og jafnvel börn þess einnig) í mikla hættu. Þegar þessar tvær aðferðir eru til staðar (Stokkhólmsheilkennið og hugræna misræmið) trúir fórnarlambið því staðfastlega að sambandið sé ekki aðeins gilt heldur einnig lífsnauðsynlegt til að lifa af. Það verður svo flækt í sambandið við ofbeldismanninn að því finnst að heimur þess (andlegur og tilfinningalegur) farist ef sambandinu ljúki. Þetta skýrir af hverju fórnarlambið óttast það fólk sem reynir að bjarga því frá ofbeldismanninum og veldur því að það verndar ofbeldismanninn og þróar með sér hugrænt misræmi.

Annað einkenni sem þú getur orðið var við, þegar þú (sem þerapisti) vinnur áfram, er hve skjólstæðingurinn virðist vera óöruggur með sig og stöðugt að geta sér til um jafnvel smávægilegustu hluti. Til dæmis þegar þú opnar hurðina fyrir skjólstæðingi þínum gætirðu uppgötvað að hann athugar alltaf: „er ég á réttum tíma?“. Annað sem þú getur komist að raun um er að jafnvel eftir að hafa rætt eitthvað við skjólstæðinginn í smáatriðum vill hann nánari útskýringu svo hann heyri rétt í þér. Sjálfstraust hans er svo lélegt að hann á í vandræðum með að taka einfaldar ákvarðanir. Þú þarft að vera meðvitaður ef þetta gerist vegna þess að þú gætir verið að sjá bregða fyrir öðru alvarlegu einkenni narsísískrar misnotkunar sem kallast gasljós (gaslightning).

Gasljós er sálfræðileg ofbeldisaðferð notuð af narsissistum til að koma inn hjá fórnarlambi sínu ákafri kvíðatilfinningu og ruglingi að því marki að það treystir ekki lengur eigin minni, skynjun og dómgreind. Gasljós getur átt sér stað í öllum samböndum milli allra kynja. Það krefst einungis tveggja manneskja: gasljósavaldsins (narsissistinn) og gasljósaþegans (fórnarlambið). Gasljósavaldurinn þarf alltaf að hafa rétt fyrir sér því þannig heldur hann valdi sínu og sjálfsskynjun óskertu meðan gasljósaþeginn framselur vald sitt til gasljósavaldsins því að hann leitar eftir viðurkenningu hans til þess að vera áfram öruggur. Slík skipti gera gasljósavaldinum kleift að skilgreina veruleikaskyn gasljósaþegans.

„Gasljósatangóið” er einn af leikjum narsissistans sem gerist smám saman yfir ákveðinn tíma. Þetta er leikur (eða dans) sem gerir honum kleift að skilgreina og móta veruleika fórnarlambsins með því að sverfa að því andlega. Hjá fórnarlambinu hefst gasljósið á efasemdarstiginu, þ. e. eitthvað gerist í gasljósaskiptunum sem virðist því undarlegt og það trúir ekki að það hafi gerst. Á næsta stigi færir fórnarlambið sig í vörn og á þessum stað hefur það enn nægilega mikið af sjálfi sínu til að berjast og verja sig gegn baktjaldamakki gasljóssins. Aftur á móti eru því sagðir hlutir í hvert sinn sem á endanum ruglar það (þ. e.  „þú ert of viðkvæm/ur“, „ertu geðveik/ur?”, eða „ég sagði þetta aldrei”, ertu að ímynda þér hluti?”) eða narsissistinn beitir það hugsanlega brellum, færir eða felur hluti, og ef fórnarlambið spyr hvort hann hafi fært hlutinn neitar hann því, segist aldrei hafa séð hann. Fórnarlambið, ófært um að ráða fram úr úr leiknum, byrjar loks smám saman að efast um sig. Lokastigið er þunglyndi og á þessu stigi þekkir það sig jafnvel ekki og er niðurbrotið og einangrað. Fórnarlambinu fer að finnast að það geti ekki gert neitt rétt lengur, því finnst að það geti ekki treyst eigin huga og dregur sig í hlé með skakka mynd af því hvað raunverulega er að gerast.

Gasljósaaðferðirnar eru áhrifamiklar, hugarbrellur: þær líkjast sérstakri tegund heilaþvottar, yfirheyrslu og pyntinga, formlega stundaðar af bandarísku leyniþjónustunni og trúarhreyfingum í aldaraðir. Narsissistinn notar gasljósið sem meðvitaða og miskunnarlausa leið til að stjórna fórnarlambinu svo það álítur sig vera að missa vitið. Hann lætur þvílíkar efasemdir dynja á fórnarlambinu að loks er það ófært um að treysta oftar eigin skynjun. Þegar fórnarlambið kemst á þetta stig fer það að draga í efa allt um sitt eigið sjálf, hugsanir sínar, skoðanir sínar, hugmyndir sínar, hugsjónir sínar. Oft finnst því eins og það sé að tapa vitinu og verður mjög háð ofbeldismanni sínum varðandi veruleikaskyn.

Þetta er stutt athugun á hinu flókna umræðuefni um narsísískt fórnarlambsheilkenni og vonandi hefur mér tekist að sýna fram á nauðsyn þess að þerapisti búi yfir traustri faglegri þekkingu á „kenningum“ um hvað narsísísk persónuleikaröskun felur í sér. Mín skoðun er sú að án þessarar þekkingar mun þerapistinn ekki vera nógu upplýstur til að geta leitt fórnarlömbin nægilega langt inn í þeirra eigin lífssögu. Hann á að fræða fórnarlambið um narsísíska hegðun svo að það geti skilið hið langa og þjáningarfulla ferðalag sem það var í með narsísíska dansfélaga sínum (hvort sem um er að ræða foreldri, systkini, vin, samstarfsfélaga o. s. frv.). Ég óttast að fórnarlömbin verði varnarlaus fyrir endurtekinni misnotkun í framtíðinni ef þessir aðskildu þættir (einstaklingsmeðferð og fræðslumeðferð) eru ekki sameinaðir. Mörg fórnarlömb virðast fara úr krísu í krísu sem gerir þau sérstaklega útsett fyrir endurtekinni misnotkun. Ástæðan er sú að fórnarlömbin munu halda áfram að laða til sín narsissista eins og mý á mykjuskán vegna þess að þau hafa verið vel þjálfuð í viðbrögðum sínum svo að þau virðast augljóslega viljug sem félagar í hinum snúna dansi við narsissistann. Auðvitað er þetta fjarri sannleikanum því fórnarlambið eru með öllu ómeðvitað um að einhver dans sé í gangi og algerlega óvitandi um þá staðreynd að það er dansfélagi í dansinum. Þessi vanþekking gerir það berskjaldað fyrir þeim háska að mynda annað hættulegt samband og verða misnotað enn á ný.

Upprunalegu greinina má finna hér

 

 Höfundur: Christine Louis De Canonville 

 Geta konur verið narsíssískar?

Hefur narsissismi áhrif á konur?

Narsísísk persónuleikaröskun (NPD) snertir konur jafnt sem karla og það er misskilningur að halda að narsísísk einkenni eigi aðeins við karlmenn í samfélaginu. Slík hugsanavilla er hættuleg því að hún afneitar skaðanum sem konur geta valdið fórnarlömbum sínum; kvenkyns narsissistar láta fórnarlömb sín þola alveg jafn mikinn sársauka, niðurlægingu, glundroða og eyðileggingu eins og karlkyns hliðstæður þeirra.

Bandarísk tölfræði myndi sýna að fleiri karlar en konur sýni narsísísk einkenni en engu að síður sýna nýjustu upplýsingar líka að það er greinileg breyting varðandi fjölda kvenna sem sýna narsísíska hegðun. Í starfi mínu, þar sem ég vinn með fórnarlömb narsísísks ofbeldis, hef ég komist að raun um að hlutfall narsísískrar misnotkunar karla og kvenna er frekar í kringum 50/50. Með því að hlusta á fórnarlömbin hef ég einnig komist að því að narsísískir karlar og narsísískar konur beita oft ólíku háttalagi til að ná sama markmiði.

Hvað orsakar narsissisma?

Samkvæmt flestum sérfræðingum virðist narsissismi tengdur skorti á samúðarsvörun, vanalega hjá móður gagnvart barni sínu, og það virðist valda því að karlar jafnt sem konur þróa ófullnægjandi gerð innra sjálfs sem fulltíða einstaklingar sem birtist á ólíkan hátt í hegðun (sem virðist tengt kynjamismun).

Hvað orsakar kynjamun narsísískrar hegðunar karla og kvenna?

Mig grunar að ástæða mismunandi hegðunar karla og kvenna geti vel tengst félagsmótun kynjanna og að hún skapi karlkyns og kvenkyns narsissistum þörf fyrir að þróa með sér ólík sálfræðileg kænskubrögð til að vega upp á móti göllum sínum. Vestrænar félagslegar venjur hneigjast til dæmis til þess að samþykkja stjórnsemi karla sem „karlrembu“ og er því mjög ásættanleg á meðan ótvírætt er litið á stjórnsemi kvenna sem „nei nei“ og því ótækt innan samfélaga almennt. Af þeirri ástæðu hafa kvenkyns narsissistar (opinberlega) tilhneigingu til að aðlagast þrýstingi félagslegra þvingana. Samfélaginu finnst gott að halda að allar konur séu blíðar, góðar, umhyggjusamar, góðar mæður o. s. frv. Því miður eru þær það ekki, alla vega ekki þegar þær þjást af narsísískri persónuleikaröskun. Þess vegna tel ég að narsísískar konur séu líklegri til að hegða sér á meira óræðan og óbeinan hátt en karlkyns narsissistar vegna þess að samfélagið gerir ráð fyrir að þær séu „indælar“ og þær aðlaga sig menningarlegum staðalímyndum, kynjahlutverkum og félagslegum væntingum. Af þeirri ástæðu einni eru þær ekki eins líklegar til að vera viðurkenndar sem narsissistar almennt í samfélaginu. Í stuttu máli er hægt að segja að konur séu þvingaðar til að fela miður aðlaðandi narsísískar hliðar vegna kynjavæntinga innan samfélags.

Eru karlkyns narsissistar árásargjarnari en kvenkyns narsissistar?

Það er algengur misskilningur að karlkyns narsissistar séu almennt árásargjarnari en kvenkyns narsissistar. Í reynd eru bæði kyn jafn árásargjörn í narsísísku tilliti en láta það í ljós með ólíkum hætti. Með lýsandi greiningarnálgun er karlkyns narsissistinn álitinn vera með „augljósa árásargirni“. Það þýðir að hann lætur í ljós líkamleg ofsafengin tjáskipti (svo sem slær, öskrar, ógnandi líkamsbragur o. s. frv.) en kvenkyns narsissistinn er hins vegar líklegri til að nota „tengslaárásargirni“ (RA). Ólíkt líkamlegri árásargirni karla (þar sem verknaður miðar að því að skaða líkamlega heilsu annars einstaklings) er tengslaárásargirni kvenna dulin fyrirætlun um að skaða aðra í gegnum spillingu félagslegra sambanda. Hún er líklega látin í ljós í gegnum tilfinningalegt ofbeldi (þ. e. baktjaldamakki, hótunum, þagnarmeðferð í ákveðnum tilgangi, með því að dreifa sögusögnum, segja öðrum að tengjast ekki einhverjum, tala um fórnarlömb sín við aðra o. s. frv.). Hegðun þessi skaðar aðra vegna spillingar (eða hótunar um spillingu) sambanda eða tilfinningar fyrir samþykki, vinskapar, eða þess að vera meðtalinn í hóp.

Þessi lúmska list tilfinninglegrar eyðileggingar er iðkuð daglega af narsísískum konum alls staðar. Eineltishegðunin gegnsýrir öll sambönd kvenkyns narsissistans án tillits til hvort það er á heimilinu, vinnustaðnum eða í félagasamtökum. Í þessari tegund árásar er hótunin um félagslega einangrun notuð til að skaða fórnarlambið og ávinningurinn liggur í því virði sem fórnarlambið setur í að tilheyra fjölskyldu, skóla, vinnustað eða öðrum hópi. Þar sem narsísíska konan er ekki haldin samsvarandi ótta um félagslega einangrun, hún virðir ekki sambönd, finnst henni hún ekki hafa neinu að tapa á hvorn veg sem fer.

Annar þáttur sem hjálpar að halda kvenkyns narsissistum frá sviðsljósinu er sú staðreynd að fórnarlömb þeirra (bæði karlar og konur) eru líklegri til að þegja um tengslaárásargirni kvenna heldur en þau yrðu um líkamlega árásargirni karla.  Augljós líkamleg árásargirni karla hefur þann kost að vera betur skilin af öllum og fórnarlambinu (og áhorfendum) samstundis auðþekkjanleg en hins vegar er oft mjög erfitt að þekkja og útskýra duldu tengslaárásargirnina. Fórnarlambið er oft ráðvillt gagnvart því að bera kennsl á sálfræðilega ofbeldið sem það upplifir. Narsísíska konan er líka mjög snjöll í að reiðast ekki í viðurvist vitna en þegar hún nær fórnarlambi sínu einu hins vegar verður hún sannarlega illgjörn.

Að því sögðu hins vegar, þegar kemur að narsissisma almennt, eru bæði karlar og konur Dr. Jekyll og Mr (s) Hyde og bæði eru jafn tilfinningalega ofbeldisfull og meðhöndla aðra í ákveðnum tilgangi. Ég myndi fyrir mitt leyti fagna frekari rannnsóknum á tengslaárásargirni narsísískra kvenna og hafa þær skráðar inn í DSM V til að einfalda forsendur greiningar.

Upprunalegu greinina má finna hér 

Höfundur: Randi G. Fine

Narsísísk þríhliðrun (triangulation) eyðileggur samband milli systkina.

 

 Narsísískir foreldrar aðskilja börn sín í gegnum þríhliðrun.

Ágreiningur er eðlilegur hluti af fjölskyldubragnum. Sú staðreynd að heimilisfólk rífst stöku sinnum gerir það ekki vanvirkt sem fjölskyldueiningu. Það sem gerir fjölskyldu vanvirka er tilfinningalegi sársaukinn og ringulreiðin sem nær yfirhöndinni milli meðlima hennar. Þeir sem alast upp við þess háttar heimilislíf heyja tilfinningalega baráttu fyrir lífstíð. Sumt í þeirri baráttu er auðvelt að bera kennsl á, annað ekki.

Fjölskyldur sem eru undir áhrifum narsísískra foreldra eru alltaf vanvirkar. Vegna ofgnóttar glórulausra afla sem er til staðar innan fjölskyldueiningarinnar verða mörg áföll þar sem börnin þjást.  Þau þjást ekki einungis sem einstaklingar, samböndin milli systkinanna líða einnig fyrir.

Ætla mætti að systkini sem þjást saman undir álagi kolvitlauss uppeldis myndu tengjast á eðlislægan hátt til að fá stuðning en það gerist vanalega ekki í fjölskyldum sem er stjórnað af narsísískum foreldrum. Engin tilviljun er að eitt af því sem bíður tjón í NPD fjölskyldunni er sambandið milli systkinanna.

Narsísískir foreldrar er ekki færir um að elska börnin sín. Börn eru einfaldlega uppspretta „narsísískrar athygli“. Samband NPD foreldra við börn sín einkennist af drottnun og baktjaldamakki. Fjölmörg úrræði eru notuð til að koma því í kring. Eitt algengt er kallað „þríhliðrun“.

Þríhliðrun er sviksamleg aðferð, notuð af NPD foreldrinu, til að stjórna og ráðskast með valdajafnvægi í fjölskyldukerfinu. Takmark foreldrisins er að koma í veg fyrir samvinnu systkinanna á þann hátt sem gæti hindrað hans eða hennar úthugsuðu markmið. Allt miðar að því að tryggja foreldrinu narsísíska athygli. Eins og fíkill getur foreldrið ekki lifað af án þess. Það þarf stöðugt á endurnýjun að halda og leggur sig niður við hvað sem er til að fá „fixið“ sitt.

Til að ná stjórn á upplýsingaflæðinu í fjölskyldunni skapar foreldrið óbein tjáskipti milli systkinanna og setur sjálfan sig í hlutverk „milliliðans“. Með því að gera það stjórnar hann eða hún inntaki upplýsinganna, hvernig upplýsingarnar flæða, og á hvern hátt þær eru túlkaðar. Og ávinningarnir eru fleiri: með alla tengda honum eða henni beint er foreldrið alltaf í rás upplýsinganna og heldur alltaf áfram að vera miðpunktur athyglinnar.

Þar sem NPD foreldrið getur ekki komið í veg fyrir öll samskipti milli systkinanna reynir hann eða hún að skapa ágreining og vantraust milli þeirra. Foreldrið mun falsa upplýsingar, ljúga og sýna þeim trúnað og segja þeim svo að halda leyndarmálum frá hvert öðru. Foreldrið rægir hugsanlega eitt systkini við annað. Foreldrið deilir hugsanlega upplýsingum með einu systkini í von um að þær nái eyrum annars og skapi spennu. NPD foreldrar fá mikla ánægju út úr umrótinu sem þeir geta skapað milli fjölskyldumeðlima.

NPD foreldrar beita kænskubrögðum á þann hátt að það er aldrei hægt að kalla þá til ábyrgðar hvort heldur það er hversu varfærnislega þeir haga orðum sínum eða þeirrar staðreyndar að þeir gæta þess vandlega að enginn annar sé vitni að hegðun þeirra. Þeir munu ávallt halda áfram að vera þeir saklausu. Reyni einhver að stöðva hegðun foreldrisins mun hann eða hún rjúka upp í narsísískri reiði. Þar sem reiðin skelfir börnin læra þau með tímanum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast hana.

Vegna áhrifamáttar NPD fjölskyldunnar verða börnin auðveld bráð óheiðarlegra hagræðinga NPD foreldrisins. Athygli frá NPD foreldri, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, er sjaldgæfur hlutur sem hvert systkini verður að keppast um. Tap eins systkinis verður ávinningur annars. Sambandinu milli systkinanna er fórnað þar sem hvert og eitt þeirra keppist á sjálfselskan hátt við að fá örlitla ástúð og hylli frá foreldrinu; athygli sem kveikt er á og slökkt að vild foreldrisins.

Það sem ennfremur truflar jafnvægi ástúðar, deilt út til barnanna, er sú staðreynd að NPD foreldrar ætla börnum sínum hlutverk. Yfirleitt er uppáhaldsbarn sem virðist fá mesta hrósið frá foreldrinu, blóraböggull sem er kennt um allt sem miður fer í fjölskyldunni og ósýnilegt barn sem fær hvorki lof eða last. Hlutverkin eru ekki alltaf fastskorðuð. Þau geta breyst að vild NPD foreldrisins.

NPD foreldrar þjálfa börn sín vel: takið sem þeir hafa á þeim þegar þau eru ung heldur áfram langt fram á fullorðinsár. Það mun ekki breytast fyrr en börnin gera sér grein fyrir og viðurkenna að eyðileggjandi hegðun foreldrisins er ábyrg fyrir vandamálunum sem eru til staðar á milli þeirra.

Fullorðin börn narsísískra foreldra verða mjög máttugt afl jafnskjótt og þau sameinast gegn misgjörðarsmanni sínum. Aðeins þá missir NPD foreldrið öll völd yfir þeim; örlög sem hræðir meira en dauðinn.

Upprunalegu greinina má finna hér

 

Höfundur: William E Krill Jr

Hvernig narsísísk persónuleikaröskun foreldris hefur áhrif á barn þeirra

 

Gátlisti: Einkenni þess að hafa verið alinn upp af foreldri með narsísíska persónuleikaröskun (NPD)  Börn NPD foreldra kenna sjálfum sér um.

Í stað þess að áfellast foreldri sitt taka kærleiksrík börn hugsanlega ábyrgð á neikvæðninni og fórna sjálfsvirðingu sinni. Þau fara að trúa því að það sé þeim að kenna að foreldrið elski þau ekki eða halda í vonina um að með því að breyta sér gætu þau áunnið sér ást foreldrisins.

  1. Þeim finnst þau vera ósýnileg. Þessi börn bera hugsanlega ekkert skynbragð á sjálf sig eða hvað þau vilja og þarfnast. Mikilmennska foreldrisins skyggir á börnin með svo algerum hætti að þau hafa enga hugmynd um hver þau raunverulega eru sem einstaklingar.
  2. Þau verða svo vön narsissisma að þau kjósa hugsanlega narsísísk sambönd eða sneiða algerlega hjá samböndum. Höfnunin, misnotkunin, reiðin, skortur á samúð og tilfinningabrellur geta verið svo yfirþyrmandi að börnin fara að búast við slíkri meðferð í öllum samböndum, byggja upp ótraust tengsl eða vantreysta fólki og falla alfarið frá nánum tilfinningalegum samböndum.
  3. Narsissismi elur af sér meðvirkni, stjórnun sem birtist í umhyggjusemi, lélega sjálfsvirðingu, sektarkennd eða frekari narsissisma. Þessi börn aðlagast oft annað hvort með því að afmá sig, fórna eigin þörfum, þróa PTSD eða sameinast „vinningsliðinu“ og verða sjálf narsissistar.

NPD foreldrið

Ung börn foreldris með narsíska persónuleikaröskun eru ósvikin fórnarlömb foreldris síns og röskunarinnar líkt og hvert annað barn sem hefur þraukað líf með foreldri sem er háð eiturlyfjum eða gerist sekt um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Narsísískir foreldrar beita ofbeldi á ákaflega flókinn og lævísan hátt: þeir eru sekir um vægðarlaust tilfinningalegt og andlegt ofbeldi og engan utan fjölskyldunnar myndi nokkurn tíma gruna að eitthvað væri að. Þessi börn eru mjög oft ómeðhöndluð, fá enga athygli, og þeim er ekki hjálpað af öðrum fullorðnum einstaklingum utan nánustu fjölskyldu. Þetta er vegna eðlis narsísískrar persónuleikaröskunar (NPD).

Ráðandi hegðunareinkenni narsísísk foreldris er nánast alger skortur á umhyggju þess fyrir barni sínu. Oft er illa merkjanlegt á yfirborðinu og á almannafæri að NPD foreldri sé ofbeldisfullt. Innan fjölskyldunnar efast barnið ekki um að eitthvað mjög mikið er að. Í einhverjum tilfellum NPD  mun NPD foreldrið byrja að „æsast upp“ og gera mistök sem beinir neikvæðri athygli að því og varpar ljósi á röskunina en í flestum tilfellum heldur NPD ofbeldið óhindrað áfram árum saman. Álitið er að NPD sé tegund „rófs“ með röskun á mismunandi stigum og ósamræmi í hegðun. Á meðan sumir fullorðnir með NPD láta röskun sina í ljós með tiltölulega mildum hætti (hugleiðið móðurina í fegurðarsamkeppnum eða föðurinn sem ýtir barni sínu í að stunda íþrótt sem það vill ekki stunda) eru aðrir NPD foreldrar mjög gáfaðir, sérfræðingar í að fela misnotkun sína, og færir um að ráðskast með aðra að vild (jafnvel kennara, presta, lögreglu, lögfræðinga og jafnvel dómara).

Vegna röskunarinnar taka NPD foreldrar lítið sem ekkert tillit til sérkenna barns síns, metnaðar eða tilfinninga. NPD foreldrar eru einfaldlega sjálfhverfir öllum stundum. Flest venjulegt fólk á mjög erfitt með að meðtaka slíka hugmynd; erfitt er að tengja við foreldri sem hefur engan einlægan áhuga á barni sínu að öðru leyti en því hvernig barnið geti eflt ímynd foreldrisins eða hvernig megi nota barnið sem uppsprettu „narsísískrar athygli“. Fólk með NPD leitar stöðugt eftir og „tælir“ fólk með sjarma, sýndaráhuga og mjög oft rausnarlegum gjöfum til að fá það til að bindast sér tryggðarböndum. Þegar það eignast barn fær það innbyggðan egó birgi. Einstaklingur með NPD þarfnast skilyrðislaust að sjá viðbrögð fólksins sem í kringum hann er til öðlast fullvissu um sjálfan sig.  Og honum er eiginlega sama um hvers konar viðbragð er að ræða svo framarlega sem hann fær viðbragð. Þar af leiðandi mun NPD foreldrið oft breytast hratt frá því að vera mest heillandi, gefandi og ástríkasta foreldri í heiminum yfir í æstasta, tilfinningalausasta og óvægnasta foreldri sem hægt er að hugsa sér (íhugið kvikmyndina „Mommy Dearest“).

Upplifun barns af NPD ofbeldi

Þrátt fyrir kvartanir flestra foreldra yfir ofdekruðum börnum hafa börn í raun og veru mjög lítið vald yfir foreldrum sínum. Er það jafnvel enn sannara í tilfelli barns NPD foreldris þar sem barninu er vel kunnugt um óvissu, óbeinar hótanir og ákafa bræði sem foreldrið lætur opinskátt í ljós. Barnið lærir snemma í lífinu að „víkja sér undan og fela“ með því að sefa stöðugt hina barnalegu duttlunga (sem breytast eftir því sem vindar blása hverju sinni) NPD foreldrisins. Barnið verður dauðhrætt um að ef það talar við einhvern utan fjölskyldunnar um bráðveikt foreldri sitt muni enginn hlusta eða trúa því þar sem NPD foreldrið er snillingur í hinu opinberlega „falska andliti“. Í öðru lagi er barnið dauðhrætt um að kvörtun þess muni ná eyrum NPD foreldrisins og að það muni hljóta þunga refsingu fyrir bragðið.

Narsísískir foreldrar koma inn áköfum ótta hjá barninu með einum eða öðrum hætti.

  • Fyrst segir þau barninu hugsanlega að þau hafi „augu og eyru alls staðar“ og að barnið geti ekki falið neitt fyrir þeim. Faðir einn, þriggja lítilla telpna, gaf þeim hálsmen sem hann sagði að þær yrðu að bera öllum stundum vegna þess að hann byggi yfir sérstökum mætti og gæti „séð“  allt sem börnin gerðu í gegnum hálsmenin. Þær voru dauðhræddar við að bera hálsmenin og dauðhræddar við að taka þau niður.
  • Önnur leið NPD foreldra til að vekja ótta er að hóta barninu beint eða óbeint að foreldrið muni yfirgefa það eða að það muni ekki geta lifað ef barnið láti ekki undan vilja þess. Sérhverju barni er eðlislægt að elska foreldri sitt og vilja gera því til hæfis; NPD foreldrum er aldrei hægt að gera til hæfis og barnið er aldrei nógu gott.
  • Enn aðrir NPD foreldrar gera það ljóst „milli línanna“ að ef barnið sýni foreldrinu einhvern tíma ótryggð muni alvarlegir og hættulegir hlutir gerast sem duga til að skaða foreldrið sem er ekki með NPD eða barnið sjálft.

Börn NPD foreldra eru einfaldlega til staðar til að efla og lagfæra egó foreldrisins og fullnægja þannig þörfum þess: foreldrið þarfnast stöðugrar aðdáunar frá barninu og að það sé alltaf sammála því sem er eitthvað sem barnið verður mjög leikið í þegar það er nálægt foreldrinu. Fjarri foreldrinu eru þessi börn oft þunglynd, kvíðin og skapstygg, eins og þau hafi einfaldlega gefist upp á því að vera venjuleg börn. Meðan fáeinir skólaráðgjafar eða kennarar taka hugsanlega eftir því að barnið á við erfiðleika að etja grunar þá aldrei að það sé vegna NPD misnotkunar, sérstaklega ef þeir þekkja NPD foreldri barnsins. Ef barnið segir hinum fullorðna frá foreldrinu mun það samstundis vera grunað um að hafa meðfædd tilfinningaleg eða andleg vandamál sem er NPD foreldrinu í hag þegar ráðgjafi skólans kallar til fundar. Barnið er þá fast í óhugsandi gildru: barnið greinist með geðræn vandamál.

Foreldrið, sem haldið er persónuleikaröskun, getur stundum gert glappaskot í ógáti og látið ósvikna skapgerðarbresti sína sjást. Þetta getur gerst þegar foreldrið, ákveðið í hvað það vill, skapar vandræðalegar uppákomur á almannafæri að barninu viðstöddu. Raunar mun foreldrið annað veifið nota börn sín sem hjálpartæki í opinberum aðstæðum til að fá aðra til að draga sig í hlé eða gefa því það sem það vill.  Vitnin að slíkri reiði á almannafæri munu gefa eftir eingöngu til að hlífa barninu við hinum miklu óþægindum sem foreldrið er tilbúið að láta það ganga í gegnum.

Barnið lærir að það verður að setja til hliðar hluti sem eru því mikilvægir eða það vildi gjarnan gera því það er aðeins vilji foreldrisins sem skiptir máli. Foreldrið setur alltaf eigin langanir og þarfir framar barninu oft undir yfirskini fórnfúsrar yfirlýsingar um að það sé aðeins að gera það sem er barninu fyrir bestu. Barnið hefur ekkert raunverulegt val um að trúa ekki á fyrirætlun foreldrisins hvað það varðar jafnvel þó svo að það hafi enga löngun eða neina raunverulega hæfileika í viðfangsefnið sem foreldrið þvingar það í. Tilfinningaleg kúgun er borðleggjandi. Einhverjir NPD foreldrar munu hins vegar einfaldlega hunsa sérhvert afrek sem barnið vinnur upp á eigin spýtur og gera jafnvel lítið úr afrekinu í einrúmi á meðan þeir taka allan heiður af framtaki barnsins opinberlega ef framtakið endurspeglar NPD foreldrið sem foreldri ársins.

Í einrúmi munu NPD foreldrar ýmist sýna barninu óhófleg yfirráð, hunsa barnið algerlega og reiðast barninu eða vera óhóflega hlýleg, gefandi og gjafmild. Þessar framsetningar geta skipst á með snöggum hætti og skilið barnið eftir stöðugt „úr jafnvægi“ tilfinningalega. Í grunninn er um að ræða tegund heilaþvottar og misþyrmingar vel kunnug þeim sem hafa lifað af POW búðir. Barnið stendur því frammi fyrir mjög takmörkuðu vali um hvernig bregðast skuli við NPD foreldrinu: það getur kosið að gangast undir algera auðsveipni (og missa þannig sjálfsvitund sína), bíða þolinmótt þar til það verður átján ára og fara þá eins langt frá foreldrinu og mögulegt er og reyna að ná bata, eða verða sjálft í gegnum stöðugt varnarleysi og svínbeygingu fullorðinn narsísískur einstaklingur. Síðastnefnda barnið er hugsanlega meðhöndlað af foreldrinu sem „litli prinsinn“ eða „prinsessan“ á kostnað annarra systkina sem hafa kosið öðruvísi leið til að spjara sig.

Þroski og uppkomin börn narsísískra foreldra

Eðlilegur þroski barna segir fyrir um að þau byrji að aðgreina sig sem einstakling frá öðrum eftir því sem þau vaxa sem þýðir að þau blómstra inn í sín einstöku sjálf. Þetta eðlilega ferli kemst á skrið eftir því sem barnið eldist. NPD foreldrið verður mjög órólegt þegar barnið fer að verja einstaklingseðli sitt eða sjálfstæði; foreldrið skynjar þetta sem svik, ótryggð eða óhlýðni. Börn gera sér oft grein fyrir sjúkleika foreldris síns frekar snemma í grunnskóla þegar þau fá tækifæri til að bera foreldra annarra barna saman við sína eigin. Þegar barnið eldist vex spennan innan fjölskyldukerfisins upp að því marki að verða óbærileg fyrir barnið.

Sumir NPD foreldrar geta byggt upp orðspor innan samfélagsins að þeir séu í besta falli„erfiðir“ og í versta falli álitnir óútreiknanlegir og hættulegir. Einstaklingar með NPD hugsanlega „æsast upp“ og geta í raun verið hættulegir af því að þeir líta á börn sín (og fyrrverandi maka) sem eignir sem þeir hafa rétt á að „losa sig við“ ef þeir svo óska. Mörg tilfelli heimilisofbeldis og morða er hægt að rekja til NPD einstaklings.

Inngrip

Ef foreldrið sem er ekki með NPD öðlast styrk og fær aðstoð við að draga sig út úr sambandinu styðja dómstólar oft hefðbundið samkomulag um forsjá og barnið, hrætt við narsíska foreldrið, mun ekki ræða við ráðgjafa, lögfræðinga eða dómara um ástandið. Narsísíska foreldrið hefur í öllu lífi barnsins sannað hvað eftir annað að ekki er hægt að sigra það eða láta það sæta ábyrgð né komast að raun um hvaða mann það hefur að geyma. Barnið hefur enga trú á að hinir fullorðnu geti hjálpað því og raunar „leikur“ narsísíska foreldrið oft svo vel á réttarkerfið að lögfræðingar og dómarar „falla í gryfjuna“ og trúa að það foreldri sem er ekki er með NPD sé einfaldlega að ýkja vegna tilfinninganna í aðstæðum skilnaðarins. Raunar hljómar frásögn foreldrisins sem er ekki með NPD, af NPD foreldrinu, oft svo „út úr kortinu“ að jafnvel dómari á erfitt með að trúa henni. Barnið álítur að enginn í heiminum geti hjálpað því frá narsísíska foreldrinu svo að það mun styðja NPD foreldrið opinberlega.

Klínískir ráðgjafar eru ávallt mjög hikandi, ef ekki sneiða algerlega hjá að meðhöndla börn sem eru flækt í forræðisdeilur, þegar foreldri er talið vera með NPD. Flestir munu einungis í örfáum tilvikum staðfesta opinberlega að einstaklingur sé með persónuleikaröskun til að narsissistinn beini ekki fullri heift sinni að ráðgjafanum (sem þýðir að hann dregur ráðgjafann inn í dómsalinn til að „bera vitni“ eða það sem gerist oftar „hrellir“ hann  varðandi starf hans, hæfni o. s. frv.). Enn og aftur ber narsísíska foreldrið enga raunverulega umhyggju fyrir barninu eða þörf barnsins fyrir faglegan stuðning heldur aðeins að það geti hugsanlega notað ráðgjafann gegn foreldrinu sem er ekki með NPD og látið sjálft sig líta betur út í réttarsalnum.

Þegar allt kemur til alls getur rétt inngrip fyrir barnið aðeins komið frá réttarkerfinu þar sem það er eina stofnunin sem narsissistinn ber virðingu fyrir og óttast. Vandamálið, sem áður er ýjað að, er að dómurum sést oft yfir þá staðreynd að annað foreldrið sem þeir hafa með að gera er með þessa persónuleikaröskun. Auk þess er oft mjög erfitt að sanna tilfinningalegt og andlegt ofbeldi þar sem eðli sambandsins við NPD foreldrið kemur í veg fyrir að barnið tali hreinskilnislega við dómarann og það foreldri sem er ekki með röskunina er að öllum líkindum talið hlutdrægt. Þar sem fáir ef nokkrir ráðgjafar eru fúsir til að vitna um misnotkunina og setja sig upp á móti narsissista er það upp á dómskerfið komið að greina vandann. Með því að læra hinar mörgu einkennandi hegðunarvísbendingar sem NPD einstaklingar skilja óhjákvæmilega eftir sig vítt og breitt geta forsjárdómstólar byrjað að staðfesta að um þær sé að ræða og þá gert mikilsverð inngrip fyrir börn foreldra með NPD.

Ef dómstóll myndi kveða á um að samband barnsins við NPD foreldrið yrði stöðvað tímabundið gæti það gefið barninu nægan tíma til að hefja bataferilinn og öðlast kjark til að fara í faglega ráðgjafarmeðferð mótuð þannig að hún geti raunverulega gagnast. Að auki þyrfti réttarkerfið að veita ráðgjafanum meiri vernd frá því að vera kallaður inn í réttarsal og bera vitni (sem á skilvirkan hátt eyðileggur samband hans við barnið í framtíðinni) svo hann geti unnið að því að hjálpa barninu að ná bata og mynda bjargráð til að takast á við NPD foreldrið með áhrifaríkari hætti.

Hvernig NPD hefur áhrif í skilnaðar – og forræðismálum

Í stuttu máli: vertu viðbúinn baráttu. Ástæðan er sú að til þess að ýta undir mikilmennsku sína og upplásið egó mun narsissistinn mæta í réttarsal skilnaðar og forræðisbaráttu með það í hyggju að sigra hvað sem það kostar. Hömlulaus, sóðaleg, blóðug barátta er óþægileg fyrir alla en sérstaklega barnið sem verður ráðskast með og notað sem peð til að sigra og valda sem mestum tilfinningalegum skaða.

Í máli þínu gæti hjálpað ef þú héldir eftir dagbókarfærslum yfir gagnkvæm skipti eða bréfamöppu fullri af tölvupósti og skjáskotum með textaskilaboðum. Fáðu lögfræðing sem hefur reynslu af persónuleikaröskunum og veit við hverju má búast.

Upprunalegu greinina má finna hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *