Öðruvísi nálgun á persónulegan þroska og heilbrigða sjálfsvitund

Er narsissisti í þínu lífi?

Þekking er alltaf vald

Samkvæmt minni reynslu ríkir almennt þekkingarleysi á narsísískri hegðun og þeim alvarlegu og langvarandi áhrifum sem hún getur haft á aðra. Afleiðingin er sú að fórnarlömb narsísískrar misnotkunar festast oft í vef vanþekkingar árum saman og hafa ekki hugmynd um þátt sinn í „narsísíska dansinum" svokallaða. Börn narsísískra foreldra eru sérstaklega viðkvæm í þessu samhengi og fá yfirleitt enga utanaðkomandi hjálp. Narsísískir foreldrar hafa takmarkaða samúð með börnum sínum (hafa ekki unnið úr eigin bernskuáföllum) sem kemur í veg fyrir raunverulega nánd og heilbrigða tengslamyndun. Oft hafa börnin óljósan grun um að eitthvað sé að en eru ómeðvituð um stöðu sína langt fram á fullorðinsár og ná því ekki að lifa til fulls. Fræðsla um narsissisma er mikilvægur liður í bataferli þessara einstaklinga og raunar forsenda andlegra framfara.

Hafa samband

Vinsamlegast fyllið út eyðublaðið og ég mun hafa samband eins fljótt og auðið er